Um Fjölbreytt menning (Divers-Cult) verkefnið

Bakrunnur

Aðalráðstefna UNESCO lýsti yfir að árin 2013-2022 væri alþjóðlegi áratugur „menningarlegrar nálgunar“ með það að markmiði að styrkja samtal og virðingu milli ólíkra menningarheima og mannréttindi á landsvísu og alþjóðlega.

 Menningarleg meðvitund og tjáning er lykilhæfni (KC8) fyrir lærdóm út lífið. Hins vegar sýna núverandi niðurstöður (EC,217) að fjölbreytt landslag sé uppspretta óþols og útilokunar fremur en félagslegrar þátttöku í skólasamfélaginu.  

 Umskiptin frá staðnám í fjarnám sem urðu við Covid-19 hefur haft skaðleg áhrif á nemendur grunnskóla sem hafa átt hvað erfiðast með að aðlagast nýju fjarnáms umhverfi. Með þessari breytingu er því spáð að misjöfn staða nemenda til náms myndi versna enn frekar. Meðan á þessu neyðarstigi stóð voru fleiri nemendur frá verra settum heimilum líklegir til að dragast aftur úr. Þessir nemendur eru ekki eins líklegir til að hafa aðgang að viðeigandi stafrænum námsgögnum og námsumhverfi heima. 
Mynd með stelpu sem heldur á plánetu

Markmið

Fjölbreytta menningarverkefnið stefnir að því að gera fjölbreytileika hærra undir höfði í skólastofunni sem mikilvæga hæfni nemenda og kennara í gegnum nýstárlegar kennsluaðferðir. Þessi hæfni verður að koma til hjá kennurum áður en þeir hefja störf (Evrópusambandið/EACEA/Eurydice, 2013) og verður að vera í stöðugri endurskoðun og framþróun til að bregðast megi á viðeigandi hátt við samfélagslegum kröfum, áskorunum og tækifærum. 

Vaxandi fjölbreytni í menningu, þjóðerni og samfélögum í Evrópskum kennslustofum krefst þess að kennarar séu færir í að kynna umburðarlyndi og skilning með því að nota lærdóms miðaðar kennsluaðferðir sem styðja við fjölbreytni sem ávinning og auðlind. 

 Verkefnið hvetur nemendur og leiðbeinendur í þeim skólum sem taka þátt til samvinnu. Í þessu tilliti er ætlast til að notað sé ICT Applications til að bæta samvinnu og styðja við persónulegan vöxt nemenda og sjálfsprottið nám. Verkefnið byggir á þörfum þátttakenda, að teknu tilliti til sérstakra einkenna hvers skóla og skýrslum kennara og skólastjórnenda í kjölfar fjárnáms vegna Covid-19.
Mynd með stelpu sem býr til graf

Nálgun

Fyrir áhrifaríka framkvæmd verkefnisins mun fyrsta skrefið vera að greina lykilhæfni ólíkrar menningar og þróa ramma þar sem fjallað er um þá þekkingu og hæfni sem nemendur skulu öðlast. Ramminn útskýrir þrjú stig samsvarandi EQF stigum 1-3.

Sem annað skref stefnir samstarfið á að útbúa fjölmenningarleg kennslufræðileg verkfæri og leiðbeiningar fyrir kennara. Sem þeir geta haft sem leiðarvísi. Verkfærakistan felur í sér beina þátttöku kennara og nemenda frá þeim stofnunum sem taka þátt.   

Menningarleg fjölbreytni miðar að: 
  • Kynna þvermenningarlega samræðu sem lykil til að leysa úr ágreiningi, stuðla að gagnkvæmri virðingu,
    skilningi, félagslegri samheldni, lýðræðislegri þátttöku, valdeflingu borgara og alþjóðlegri samvinnu 
  • Útbúa ramma fyrir sameiginleg gildi sem stuðla að menningarlegri fjölbreytni 
  • miðla þessum meginreglum og tækjum fjölmenningar í gegnum gæða kennslu 
  • Styrkja sjálfstraust kennara og undirbúa fyrir stjórnun menningarlegrar fjölbreytni

Verkefni bæklingur

Hlaða niður bæklingnum !
Search